Veiðigjald sem lagt er á útgerðina hefur margvísleg neikvæð áhrif, að mati hagfræðinganna Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar. Þeir kynntu í gær skýrslu sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og ræddu á fundi sem samtökin efndu til.

Meginniðurstaða hagfræðinganna um áhrif veiðigjaldsins er sú að það veiki sjávarútveginn, lækki landsframleiðslu, minnki ráðstöfunartekjur heimilanna og lækki skatttekjur hins opinbera þegar til lengdar léti. Tilefni skýrslugerðarinnar eru drög matvælaráðuneytisins að frumvarpi um sjávarútveg sem kynnt var í samráðsgátt stjórnvalda, en í frumvarpinu eru áform um verulega hækkun gjaldsins. » 4