Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að hafna beiðni Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur frá störfum tímabundið.

„Það er mín skoðun að ummæli vararíkissaksóknara séu óviðeigandi og þau eru ekki í samræmi við stöðu hans. Þau voru aftur á móti látin falla við afar sérstakar aðstæður, í umræðu um einstakling sem hafði hótað honum og fjölskyldu hans yfir tíma og viðkomandi einstaklingur hlaut dóm fyrir. Þannig að á grundvelli þess meðalhófs þá er það niðurstaða mín að taka tillit til þeirra aðstæðna og veita honum ekki lausn,“ segir Guðrún.

Þann 29. júlí óskaði Sigríður eftir því við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla um ákveðinn hóp manna sem væru að koma til landsins. Guðrún fékk lögfræðilega ráðgjöf

...