Ekkert virðist hugsað um að setja vegaframkvæmdir í forgang til að leysa fljótt þann bráðavanda og miklu tafir sem eru í umferðinni.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Það er kunnara en frá þurfi að segja að ráðgjafar reikna þau dæmi sem þeir fá borgað fyrir en sá sem kaupir af þeim þjónustuna ákveður bæði hvað reiknað er og grunnforsendur þess. Skýrsla COWI, „Capital Area Transport Pact Socioeconomic Analysis“ frá 2024, greinir arðsemi uppfærðs samgöngusáttmála. Ábati samgöngusáttmálans er þar reiknaður á grunni mannfjöldaspár sem fellur nær saman við efri vikmörk spár Hagstofunnar. Alþingi fær því áætlun um ábata sem aðeins næst með líkunum 1/20 samkvæmt viðurkenndum reikniaðferðum. Svona gerir maður ekki.

Áhrif mannfjöldaspár Betri samgangna ohf. (BS)

Í greinargerð viðræðuhóps ríkis og sveitarfélaga, „Uppfærður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins“ frá 2024, segir að taka verði tillit til meiri aukningar mannfjölda á undanförnum árum en

...