Eftir tvær umferðir af sex í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar er Tyrkland komið í efsta sætið með fjögur stig, jafnmörg og Wales, en er með betri markatölu eftir mörkin þrjú gegn Íslandi. Ísland er með þrjú stig og Svartfjallaland er án stiga eftir tvo fyrstu leiki sína.

Wales vann Svartfjallaland 2:1 á útivelli í Podgorica í gærkvöld og lagði grunninn að því með því að skora tvívegis á fyrstu þremur mínútum leiksins.

Riðillinn er því galopinn og umferðirnar tvær um miðjan október skera úr um hvert stefnir hjá íslenska liðinu og hvort það er á leið í toppbaráttu eða botnbaráttu. Þá spilar Ísland tvo síðari heimaleiki sína á Laugardalsvellinum, gegn Wales 11. október og gegn Tyrklandi 14. október, og þyrfti þar að ná í fjögur til sex stig til að vera í alvörubaráttu um sigur í riðlinum.

Tveir síðustu leikirnir fara síðan fram í nóvember þegar Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales á útivöllum 16. og 19. nóvember.

Sigurliðið í riðlinum vinnur sér sæti

...