Inga Sæland
Inga Sæland

Árið 2020 sáu allir nema sitjandi ríkisstjórn að hækkandi verðbólga var handan við hornið. Covid-faraldur, stríðið í Úkraínu og vaxandi þensla á húsnæðismarkaði var augljós jarðvegur aukinnar verðbólgu, nema hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ég spurði þáverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktsson að því hvort ríkisstjórnin væri með áætlun til að verja fjölskyldur og fyrirtæki gegn komandi verðbólgu. Svarið var í takt við annað rugl sem komið hefur frá þessari óhæfu ríkisstjórn. „Okkur stendur ekki mikil ógn af verðbólgunni.“ Þá var hún s.s. 2,13%.

Árið 2021 spurði ég þáverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur: „Hvað ætlar þessi ríkisstjórn að gera nú þegar aðeins nokkrar vikur eru eftir af löggjafarþinginu til að vernda heimilin í landinu fyrir verðbólgunni?“ Svar hennar var þetta: „Spár gera frekar ráð fyrir því að verðbólgan hjaðni þegar líða tekur á árið.“ Hún sá

...

Höfundur: Inga Sæland