Jarðhitafyrirtækið Baseload Capital lauk nýverið 53 milljóna evra B-fjármögnunarlotu, sem samsvarar rúmum 8 milljörðum íslenskra króna, með fjárfestum úr orku- og innviðageiranum. Dótturfyrirtæki Baseload Capital, Baseload Power á Íslandi, vinnur að …
Nýsköpun Alexander Helling, forstjóri Baseload Capital, segir mikil tækifæri felast í nýtingu jarðvarmans.
Nýsköpun Alexander Helling, forstjóri Baseload Capital, segir mikil tækifæri felast í nýtingu jarðvarmans.

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Jarðhitafyrirtækið Baseload Capital lauk nýverið 53 milljóna evra B-fjármögnunarlotu, sem samsvarar rúmum 8 milljörðum íslenskra króna, með fjárfestum úr orku- og innviðageiranum.

Dótturfyrirtæki Baseload Capital, Baseload Power á Íslandi, vinnur að uppbyggingu smávirkjana hér á landi sem nýta lághita til rafmagns- og varmaframleiðslu og er fjármögnunin liður í þeirri þróun. Fyrirtækið á einnig dótturfélög í Bandaríkjunum, Japan og Taívan.

Lykilfjárfestirinn í þessari fjármögnunarlotu er innviðasjóðurinn ENGF, sem er á bak við Ingka Investments, fjárfestingarsjóð Ingka Group, stærsta IKEA-smásölurisans. Aðrir fjárfestar í þessari lotu eru Baker Hughes, Nefco, Breakthrough Energy Ventures og Gullspang Invest.

...