Þótt hér sé lagt til að verðbólgumarkmið Seðlabankans undanskilji þróun húsnæðisverðs leysir það ekki aðra undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Sterk rök mæla með því að verðbólgumarkmið Seðlabankans eigi að taka mið af þróun neysluverðs án húsnæðisverðs. Með öðrum orðum: Seðlabankinn á ekki að líta til verðþróunar á húsnæðismarkaði þegar teknar eru ákvarðanir um vexti.

Á heimasíðu Seðlabankans er fjallað í almennum orðum um miðlun peningastefnunnar. Þar kemur fram að helsta stjórntæki bankans til að ná verðbólgumarkmiði (2,5%) séu vextir bankans. Þar er bent á einföld sannindi hagfræðinnar: „Ef vextir eru hækkaðir verður dýrara að taka lán og hagstæðara að spara og öfugt ef vextir eru lækkaðir. Peningastefnan hefur með þessum hætti áhrif á sparnaðar- og útgjaldaákvarðanir heimila, fyrirtækja og hins opinbera sem að lokum hefur áhrif á verðlag.“

En sannindin eru ekki algild. Stýrivextir, sem stjórntæki þegar

...