Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Þjóðsagan um þá Bakkabræður Gísla, Eirík og Helga er mörgum kunn. Þeir vildu svo óskaplega vel en skilningur á aðstæðum hverju sinni var takmarkaður og verksvitið vantaði alveg. Heimskupör þeirra bræðra eru mörg bráðfyndin þótt afleiðingarnar væru stundum alvarlegar.

Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þess þegar þeir Gísli, Eiríkur og Helgi reyndu að bera sólskin inn í gluggalaust hús. Húsið höfðu þeir byggt þannig til að halda kuldanum úti en þeir áttuðu sig fljótlega á því að myrkrið gerði dvölina þar óbærilega. Bræðurnir dóu ekki ráðalausir heldur tóku sig til einn góðan veðurdag þegar sólin skein glatt og fóru að bera út myrkrið úr húsinu í húfum sínum, hvolfdu úr þeim og báru aftur inn í þeim sólskin. Þetta bisuðu þeir við daglangt og hugsuðu sér svo gott til glóðarinnar um kvöldið þegar þeir hættu að setjast inn í bjart húsið. En þar mætti þeim auðvitað sama myrkrið og

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson