Að stýra fjármálum er langtímaverkefni, ekki háð dægursveiflu eða skammtímamarkmiðum. Það kallar á skýra sýn, festu og eftirfylgni ákvarðana.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Að stýra opinberum fjármálum er langtímaverkefni og á ekki að vera háð dægursveiflu eða skammtímamarkmiðum. Fjármál opinberra aðila kalla á skýra sýn, festu og eftirfylgni ákvarðana. Síðan Viðreisn kom inn í borgarmálin höfum við tekist á við heimsfaraldur, aukið atvinnuleysi, háa vexti og verðbólgu. Við höfum siglt skipinu af festu en líka brugðist við eins og þurfti, líkt og við gerðum í heimsfaraldrinum. Þá jukum við í fjárfestingu, fórum í vinnumarkaðsaðgerðir og þjónustustofnanir borgarinnar réðu inn fólk til að mæta sóttvörnum og hólfunum.

Viðreisn í Reykjavík studdi innspýtingu og fjárfestingu í heimsfaraldri ásamt meirihlutanum í Reykjavík. Við hins vegar settum okkur skýra fjármálasýn um hvernig við ættum að bakka úr þessum viðbrögðum og stýra fjármálum borgarinnar til framtíðar. Sú sýn birtist, að undirlagi okkar

...