Gríðarleg áhætta fylgir markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd.
Svana Helen Björnsdóttir
Svana Helen Björnsdóttir

Svana Helen Björnsdóttir

Eftir að hafa rýnt þau gögn sem aðgengileg eru um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins tel ég mér skylt að benda á nokkra alvarlega ágalla sáttmálans; ágalla sem mikilvægt er að lagfæra áður en lengra er haldið.

Þau sem helst mæla fyrir sáttmálanum segja að hann sé aðeins viljayfirlýsing um að fara í samgöngubætur á næstu árum og áratugum. Því sé sjálfsagt að bæjar- og borgarfulltrúar sveitarfélaganna sem aðild eiga að sáttmálanum samþykki hann. Lítið er gert úr fjárhagslegri skuldbindingu sveitarfélaganna næstu ár og áratugi, en helsti tekjustofn þeirra er jú útsvarstekjur íbúa og fasteignagjöld. Hið rétta er að sáttmálinn er bindandi og fyrirvarar engir.

Látið er að því liggja að ef sveitarfélögin samþykki ekki sáttmálann geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Undir

...