Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Á undanförnum 15 árum hefur ferðaþjónusta átt stóran þátt í því að renna styrkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Vöxtur hennar hefur aukið fjölbreytni atvinnulífsins um allt land og skapað ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Vexti nýrrar atvinnugreinar fylgja áskoranir sem mikilvægt er að fást við. Þannig leiðir til að mynda fjölgun ferðamanna af sér verkefni sem snúa að öryggismálum og slysavörnum. Eitt af forgangsmálunum í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á þessu kjörtímabili hefur verið að styrkja umgjörð ferðaþjónustunnar í víðum skilningi og búa henni hagfelld skilyrði til þess að vaxa og dafna með sjálfbærum hætti til framtíðar í sátt við náttúru, menn og efnahag. Í þingsályktun um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030, sem samþykkt var í júní 2024 og unnin var í breiðri samvinnu fjölda hagaðila, er á nokkrum stöðum að finna áherslur sem lúta að öryggismálum í ferðaþjónustu. Öryggi ferðamanna snertir málaflokka sem heyra undir

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir