Erlendum ríkisborgurum sem skráðir eru með búsetu hér á landi hefur fjölgað umtalsvert á árinu. Um seinustu mánaðamót vantaði aðeins átta einstaklinga upp á að þeir teldust 80 þúsund samkvæmt frétt Þjóðskrár í gær
Mannlíf Einstaklingar frá um 170 löndum eru búsettir hér á landi.
Mannlíf Einstaklingar frá um 170 löndum eru búsettir hér á landi. — Morgunblaðið/Eggert

<autotextwrap>

Erlendum ríkisborgurum sem skráðir eru með búsetu hér á landi hefur fjölgað umtalsvert á árinu. Um seinustu mánaðamót vantaði aðeins átta einstaklinga upp á að þeir teldust 80 þúsund samkvæmt frétt Þjóðskrár í gær.

Alls voru 79.992 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi 1. september sl. Fjölgaði þeim um 5.569 einstaklinga frá 1. desember á seinasta ári eða um 7,5%.

Fram kemur á vef Þjóðskrár að á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.393 einstaklinga eða um 0,4%.

„Ríkisborgurum frá Úkraínu og Palestínu heldur áfram að fjölga.

...