Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari lést á Torrevieja á Spáni 11. september síðastliðinn, 81 árs að aldri, eftir skammvinn veikindi. Veitingageirinn.is greindi frá andláti hans.

Hilmar fæddist á Ísafirði 25. október 1942. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, skáld og söngvari frá Ljárskógum í Dölum, og Jónína Kristín Kristjánsdóttir. Faðir Hilmars lést þegar Hilmar var aðeins um tveggja vetra.

Matreiðsluferill Hilmars hófst á unglingsárunum þegar frænda hans vantaði kokkalærling á Matstofu Austurbæjar. Hann sótti um og fékk starfið. Árið 1962 hóf hann kokkanám og fékk síðan starf á glænýjum veitingastað á Hótel Loftleiðum.

Hilmar varð seinna ferðakokkur og hélt landkynningar erlendis þar sem boðið var upp á íslenskan mat. Hann var afar vinsæll ferðakokkur og þegar Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti Íslands, hélt 450

...