Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Rússneska varnarmálaráðuneytið lýsti því yfir í gær að hersveitir Rússa hefðu náð aftur á sitt vald tíu þorpum í Kúrsk-héraði Rússlands í gagnsókn sem Rússlandsher hóf á miðvikudaginn. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti staðfesti í gær að Rússar hefðu hafið gagnárásir í héraðinu, en sagði að aðgerðir Úkraínumanna í Kúrsk gengju enn samkvæmt áætlun.

Úkraínuher hóf óvænta sókn inn í Rússland í Kúrsk-héraði hinn 6. ágúst síðastliðinn, og náði að hertaka um 1.300 ferkílómetra og rúmlega 100 bæi og þorp í sókninni.

Hafa Úkraínumenn gefið nokkrar skýringar á sókn sinni, meðal annars þær að henni hafi verið ætlað að draga tennurnar úr sóknaraðgerðum Rússa í Donetsk-héraði, en þá var sóknin einnig sögð eiga að tryggja Úkraínumönnum

...