Gasa Starfsmaður UNRWA kannar aðstæður við skólann í fyrradag.
Gasa Starfsmaður UNRWA kannar aðstæður við skólann í fyrradag. — AFP/Eyad Baba

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær loftárás Ísraelshers í fyrradag á skóla á vegum UNRWA, hinnar palestínsku flóttamannaaðstoðar SÞ, í Nuseirat á Gasasvæðinu, en talsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas sögðu að minnst 18 óbreyttir borgarar hefðu farist í loftárásinni.

Talsmenn UNRWA sögðu síðar um daginn að sex starfsmenn sínir hefðu farist í tveimur loftárásum Ísraelsmanna á skólann og nágrenni hans. „Skólar og aðrir borgaralegir innviðir verða alltaf að njóta verndar, þeir eru ekki skotmörk,“ sagði í tilkynningu samtakanna

...