Sviðsljós

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

SpaceX-geimferðafyrirtækið náði merkum áfanga í gær, en þá fór áhöfn á vegum fyrirtækisins í fyrstu geimgönguna sem „einkaaðilar“ hafa farið í, þ.e.a.s. fólk sem ekki var sérþjálfað sem geimfarar á vegum geimferðaþjóðar.

Geimferðin fékk að þessu sinni heitið Polaris Dawn, en auðkýfingurinn Jared Isaacman fékk þann heiður að stjórna henni. Geimfarinu var skotið á loft á þriðjudaginn, og náði það tilskilinni hæð á sporbaug í um 700 kílómetra fjarlægð frá jörðu í gær.

...