Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Minnsta fjarlægð frá hraunbrúninni er núna 2,7 kílómetrar að Reykjanesbraut við Voga. Hraunrennsli gæti náð Reykjanesbraut á innan við einum degi eða jafnvel skemmri tíma, gjósi á svipuðum slóðum og gígarnir sem voru lengst virkir í nýloknu gosi.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor og eldfjallafræðingur, segir að það sé kannski ólíklegasta sviðsmyndin en hún sé engu að síður fyrir hendi og þá verði ekki mikill tími fyrir viðbragð.

...