Námsgögnin gegna lykilhlutverki í menntun barnanna okkar. Á þetta verður að leggja áherslu í viðbragði við slæmri stöðu í skólakerfinu.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Ég hef stundum gaman af því að glugga í námsbækur dóttur minnar, sem hóf nám í þriðja bekk í haust, til að skoða útgáfudagsetningu bókarinnar. Um daginn blöskraði mér allhressilega þegar ég leit í eina verkefnabókina og sá að um 34. uppprentun var að ræða frá því að hún kom út árið 1985.

Það má halda því fram að ekki þurfi að breyta því sem virkar. En erum við sammála um að kennsluhættirnir og verkfæri kennaranna, námsgögnin, virki? Ýmislegt hefur breyst í kennslufræðum á 38 árum, frá útgáfu þessarar tilteknu verkefnabókar, hvernig getur það verið að námsgögnin hafi ekki þróast með?

Breytingar á námsgagnagerð boðaðar

Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2024-2025 er ánægjulegt að sjá áform mennta- og barnamálaráðherra um breytingar á lögum

...