Orku­stofn­un hef­ur gefið út virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un í Þjórsá og er stefnt að því að virkj­un­in taki til starfa fyr­ir árs­lok 2028. Í kjöl­far leyf­is­ins sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rangárþings ytra og…
Þjórsá Virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar sem Landsvirkjun reisir.
Þjórsá Virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar sem Landsvirkjun reisir. — Morgunblaðið/RAX

Orku­stofn­un hef­ur gefið út virkj­un­ar­leyfi fyr­ir Hvamms­virkj­un í Þjórsá og er stefnt að því að virkj­un­in taki til starfa fyr­ir árs­lok 2028. Í kjöl­far leyf­is­ins sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, en mann­virki tengd virkj­un­inni verða í báðum sveit­ar­fé­lög­un­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un. Þar seg­ir að Orku­stofn­un hafi jafn­framt gefið út leyfi til stækk­un­ar Sigöldu­virkj­un­ar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vél­inni við. Þar sæk­ir Lands­virkj­un um fram­kvæmda­leyfi til Ása­hrepps og Rangárþings ytra.

„Stækk­un Sigöldu­virkj­un­ar eyk­ur afl og sveigj­an­leika í raf­orku­kerf­inu. Með af­laukn­ing­unni eykst orku­vinnslu­geta stöðvar­inn­ar aðeins lít­il­lega, nema til komi meira rennsli með auk­inni bráðnun jökla eða auk­inni úr­komu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni og er þá tekið fram að áætlað sé að stækk­un verði lokið í lok

...