— Morgunblaðið/Eyþór

Rithöfundurinn Salman Rushdie tók á móti alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness í gær. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra veitti Rushdie verðlaunin. Með þeim á mynd er Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík.