— Ljósmynd/Þórður Bragason

Eldur kviknaði í rútu á veginum um Tungudal í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi í gær.

Haft var eftir vitnum að atvikinu að eldurinn hefði fyrst komið upp aftast í rútunni, þar sem vélarrýmið er, og að farþegar hefðu yfirgefið rútuna í rólegheitum. Rútan hefði svo fljótt orðið alelda.

Veginum var fljótlega lokað á meðan slökkvilið Ísafjarðar vann að því að slökkva eldinn. Þá staðfesti lögreglan á Vestfjörðum að engan hefði sakað í eldsvoðanum.

Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki lægi fyrir hverjar orsakir eldsvoðans væru en að rannsóknardeild lögreglunnar myndi skoða málið.

Þórður Bragason, sjónarvottur að eldsvoðanum, segir í samtali við Morgunblaðið að afar litlu hafi mátt muna

...