Sumarið hér hefur verið heldur grámyglulegt en þá finnur fólk sér eitthvað til að gleðjast yfir. Hinn góðkunni tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, KK, brást ekki áheyrendum sínum á stofutónleikum í litlu stofunni á Bjarmalandi, eyðibýli á Langanesströnd rétt við Djúpalæk
Þórshöfn Stofutónleikar á Bjarmalandi heppnuðust frábærlega. Hér eru KK og Hilma Steinarsdóttir í stofunni.
Þórshöfn Stofutónleikar á Bjarmalandi heppnuðust frábærlega. Hér eru KK og Hilma Steinarsdóttir í stofunni. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Úr bæjarlífinu

Líney SIgurðardóttir

Þórshöfn

Sumarið hér hefur verið heldur grámyglulegt en þá finnur fólk sér eitthvað til að gleðjast yfir. Hinn góðkunni tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, KK, brást ekki áheyrendum sínum á stofutónleikum í litlu stofunni á Bjarmalandi, eyðibýli á Langanesströnd rétt við Djúpalæk. Tvennir tónleikar voru þennan dag seint í ágúst og gamla stofukrílið var fullt af fólki sem naut hverrar mínútu með KK.

Þetta er eitt minnsta rýmið sem hann hefur haldið tónleika í en hjartarúmið var því meira. Tónleikarnir voru styrktir af Menningarsjóði SSNE og frumkvæðið að þeim átti Hilma Steinarsdóttir, sem áður hefur staðið fyrir stofutónleikum þarna á heimaslóðum Kristjáns frá Djúpalæk og forfeðra

...