Þörfin fyrir umferðarbætur á höfuðborgarsvæðinu er brýn, ekki aðeins fyrir íbúa þess heldur alla íbúa á Suður- og Vesturlandi. Bráðaaðgerða er þörf.
Elías Elíasson
Elías Elíasson

Elías Elíasson

Það hafa orðið sterk viðbrögð við hækkun samgöngusáttmálans upp í 311 milljarða króna úr upphaflega rúmum 120 milljörðum. Ekki er síst amast við því að enn skuli vera þar inni óþarfur kostnaður við borgarlínu sem nemur allt að 100 milljörðum og ekki einu sinni ljóst hvað verið er að borga fyrir.

Borgarlínan hefur þegar kostað íbúa höfuðborgarsvæðisins mikið. Til undirbúnings hennar hefur borgin hafið þéttingu byggðar umhverfis leiðir borgarlínu. Svo óhönduglega tókst til að ýtti af stað húsnæðisverðbólgu sem vatt upp á sig svo ekki varð við ráðið og landsmenn súpa nú seyðið af. Þá hóf borgin að hægja á umferð og auka kostnaðarsamar umferðartafir svo almenningssamgöngur yrðu meira notaðar þegar þær loksins verða boðlegar en það hefur nú frestast til ársins 2040.

Ekki má endurbæta strætókerfið

...