Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir spjallar um eigin skrif og situr fyrir svörum um listina að skrifa glæpasögur í Borgarbókasafninu Spönginni í dag kl. 13.15-14.15 og er aðgangur ókeypis. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur stýrir umræðum. Viðburðurinn er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár. Þess má geta að rithöfundurinn Skúli Sigurðsson situr fyrir svörum laugardaginn 21. september, en hann hlaut Blóðdropann fyrir frumraun sína, Stóra bróður, árið 2022.