Ekki er hægt að óska sér betri bandalagsþjóðar en Íslands, að sögn varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kurts M. Campbells, en hann fundaði í gær með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í gærmorgun
Alþjóðamál Kurt M. Campbell var mjög ánægður með fund sinn við Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra í gær.
Alþjóðamál Kurt M. Campbell var mjög ánægður með fund sinn við Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra í gær. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ekki er hægt að óska sér betri bandalagsþjóðar en Íslands, að sögn varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, Kurts M. Campbells, en hann fundaði í gær með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í húsakynnum utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í gærmorgun.

Heimsókn Campbells var lokahnykkurinn á ferðalagi sendinefndar, sem hann leiddi, en hlutverk hennar var að ræða við bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu um stöðu mála á Indó-Kyrrahafssvæðinu, sem spannar bæði Indlandshaf og Kyrrahaf.

„Í fyrsta lagi vil ég bara undirstrika það að ekki er hægt að eiga sér betri bandamann en Ísland. Ég átti mjög góðar viðræður við utanríkisráðherra ykkar og hennar teymi bæði í apríl í Washington D.C.

...