Háskóli Íslands tók á móti tveimur merkum gjöfum frá Vesturheimi í Veröld – húsi Vigdísar í fyrradag. Það voru handrit og persónulegir munir Helgu Steinvarar Baldvinsdóttur (1858-1941), Undínu skáldkonu, sem flutti vestur 1873, og síðan mörg…
Í Veröld – húsi Vigdísar Jón Atli, Óskar, Alda, Birna og Steve við nokkra muni Undínu, þar á meðal púða sem hún gerði svo hundruðum skipti.
Í Veröld – húsi Vigdísar Jón Atli, Óskar, Alda, Birna og Steve við nokkra muni Undínu, þar á meðal púða sem hún gerði svo hundruðum skipti. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Háskóli Íslands tók á móti tveimur merkum gjöfum frá Vesturheimi í Veröld – húsi Vigdísar í fyrradag. Það voru handrit og persónulegir munir Helgu Steinvarar Baldvinsdóttur (1858-1941), Undínu skáldkonu, sem flutti vestur 1873, og síðan mörg af helstu ritum bókmennta- og menningarsögu íslenskra vesturfara og afkomenda þeirra auk annarra verka úr bókasafni hjónanna og bændanna Aðalbjargar (f. Simundson, 1910-2000) og Þórarins Guðna Sigvaldason (1910-2002) í Árborg í Manitoba í Kanada, alls 375 verk.

„Ég er þess fullviss að hinar ómetanlegu gjafir sem okkur hafa nú borist frá Vesturheimi munu styrkja tengsl HÍ við afkomendur íslenskra vesturfara í Norður-Ameríku,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ. „Gjafirnar munu jafnframt styrkja

...