Þegar horft er til þess að vextir húsnæðislána hafa almennt verið of háir hér til lengri tíma er þróunin nú síðustu mánuðina með miklum ólíkindum.

Stefán Ólafsson

Verkalýðshreyfingin hafði frumkvæði að því í síðasta kjarasamningi á almennum markaði að gert yrði þjóðarátak til að lækka verðbólgu og vexti hratt. Það hefði orðið öllum til hagsbóta – nema bönkunum. Það hefði létt skuldabyrði heimilanna en dregið lítillega úr hinum mikla hagnaði bankanna.

Launafólk lagði sitt af mörkum með því að samþykkja hófstilltar launahækkanir, ríkið lagði til hækkanir tilfærslna úr velferðarkerfinu – en samtök atvinnurekenda hafa lítið lagt til verkefnisins enn sem komið er. Ríkisstjórnin hefur í framhaldinu látið hjá líða að taka á verðbólgunni með hagstjórnarúrræðum sem henni standa nærri, til dæmis með nauðsynlegum inngripum á húsnæðismarkaði.

Seðlabankinn hefur því verið látinn einn um baráttuna við verðbólguna með háu stýrivaxtastigi sem hefur

...