Vísitölu neysluverðs er ætlað að endurspegla útgjöld heimilanna í landinu. Húsnæðiskostnaður er stór hluti þeirra útgjalda. Skýringin er væntanlega sú að hann endurspeglar útgjöld heimila vegna húsnæðis án þess að draga upp ranga mynd af…
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Vísitölu neysluverðs er ætlað að endurspegla útgjöld heimilanna í landinu. Húsnæðiskostnaður er stór hluti þeirra útgjalda. Skýringin er væntanlega sú að hann endurspeglar útgjöld heimila vegna húsnæðis án þess að draga upp ranga mynd af verðbólgunni og hann er einnig inni í útreikningum verðtryggingarinnar.

Það er því kúnstugt að hlýða á nýlegar og endurteknar yfirlýsingar ráðherra í ríkisstjórn Íslands um verðbólguna í landinu. Hún mælist nú 6% en hún hefur verið yfir 5% frá því í desember 2021. Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í síðustu viku kom ítrekað fram í máli stjórnarliða að ef húsnæðiskostnaður væri ekki inni í vísitölu neysluverðs, þá væri verðbólgan „bara“ 3,6%. Með þessum málflutningi er stuðningsfólk ríkisstjórnarinnar að tala gegn betri vitund, jafnvel að reyna að kasta ryki í augu almennings.

En fólk er ekki fífl

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir