Mörg knattspyrnufélög víða um heim eru í beinum rafrænum samskiptum sín á milli sem gerir þeim kleift að ganga frá félagaskiptum. Í þessari baksviðsgrein er fjallað um tiltölulega nýjan samskiptavettvang sem er líka notaður af íslenskum félögum
Hraðfundur Fyrr á þessu ári voru 640 manns frá 58 löndum á hraðfundi TransferRoom í Róm og fengu 15 mínútur til að ræða við hvern aðila.
Hraðfundur Fyrr á þessu ári voru 640 manns frá 58 löndum á hraðfundi TransferRoom í Róm og fengu 15 mínútur til að ræða við hvern aðila.

Baksvið

Arthur Renard

info@arthurrenard.nl

Mörg knattspyrnufélög víða um heim eru í beinum rafrænum samskiptum sín á milli sem gerir þeim kleift að ganga frá félagaskiptum. Í þessari baksviðsgrein er fjallað um tiltölulega nýjan samskiptavettvang sem er líka notaður af íslenskum félögum. Nokkur félagaskipti íslenskra leikmanna koma við sögu og þau fyrstu voru einmitt söguleg.

Þann 14. júlí árið 2017 tilkynnti Reading að félagið hefði keypt Jón Daða Böðvarsson frá Wolves. Veturinn áður hafði liðið verið nálægt því að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni og vildi gera aðra tilraun til þess. Nokkrum nýjum leikmönnum var bætt í hópinn og Jón Daði var einn af þeim. Strax eftir að kaupin voru frágengin kom íslenski framherjinn til móts við nýju samherjana sem voru í æfingabúðum í

...