Kvik­mynd­in Snert­ing eftir Baltasar Kormák hefur verið valin sem fram­lag Íslands til Óskar­sverðlaunanna á næsta ári, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unni, ÍKSA. Þann 17. desember verður stutt­listi er­lendra kvik­mynda fyr­ir Óskar­sverðlaun­in kynntur en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna sjálfra verða kynntar 17. janú­ar. Snert­ing er einnig til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs en þau verða veitt 22. október.