Réttur Teikning sem gerð var í dómsal og sýnir hinn ákærða.
Réttur Teikning sem gerð var í dómsal og sýnir hinn ákærða. — AFP/Benoit Peyrucq

Réttarhöld eru hafin í Frakklandi yfir íslamista sem sagður er hafa tengingar við þá tvo ódæðismenn sem árið 2015 réðust inn á ritstjórnarskrifstofur ádeiluritsins Charlie Hebdo. Tólf voru myrtir í árásinni, en fleiri ódæðisverk fylgdu í kjölfarið í París og nágrenni.

Hinn handtekni er franskur ríkisborgari, Peter Cherif að nafni en hann tók upp nafnið Abou Hamza árið 2003. Hann var fyrst handtekinn árið 2018 eftir áralanga þjónustu við Ríki íslams á átakasvæðum víðs vegar í Mið-Austurlöndum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir brot tengd hryðjuverkum sem framin voru á árunum 2011-2018 og fyrir að ræna þremur frönskum hjálparstarfsmönnum í Jemen. Hann hefur frá árinu 2015 verið bendlaður við vígaarm Ríkis íslams í Jemen.

Var í vígahóp í París

Hamza var í slagtogi við vígahóp í París og átti í

...