Að mati Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti næstu árin þar sem umframraforkuframboð til að bregðast við mismunandi aðstæðum á raforkumarkaði er lítið og því fylgja verðhækkanir á raforku. Staðan muni lagast ef áform um nýjar virkjanir nái…
Þjórsá Nýlega gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og er stefnt að því að virkjunin taki til starfa fyrir lok árs 2028.
Þjórsá Nýlega gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og er stefnt að því að virkjunin taki til starfa fyrir lok árs 2028. — Morgunblaðið/RAX

Egill Aaron Ægison

egillaaronmbl.is

Að mati Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti næstu árin þar sem umframraforkuframboð til að bregðast við mismunandi aðstæðum á raforkumarkaði er lítið og því fylgja verðhækkanir á raforku. Staðan muni lagast ef áform um nýjar virkjanir nái fram að ganga en til lengri tíma litið er þó þörf á fleiri virkjunarkostum til að mæta eftirspurn.

Þetta kemur fram í raforkuspá Landsnets sem verður kynnt í dag, en í henni er spáð fyrir um

...