Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í gær á móti lista með 9.000 undirskriftum sem Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, safnaði fyrr á þessu ári í herferð sinni, Öllum boðið, nema fötluðum
Aðgengi Willum Þór tekur hér við undirskriftum frá félögum í Sjálfsbjörg.
Aðgengi Willum Þór tekur hér við undirskriftum frá félögum í Sjálfsbjörg. — Morgunblaðið/Karítas

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í gær á móti lista með 9.000 undirskriftum sem Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, safnaði fyrr á þessu ári í herferð sinni, Öllum boðið, nema fötluðum.

Markmið herferðarinnar var að vekja athygli á því að án viðunandi aðgengis sé verið að útiloka fatlað fólk frá þátttöku í sjálfsögðum hlutum í lífinu. Sjálfsbjörg segir það sameiginlega ábyrgð samfélagsins að tryggja að allir hafi sömu tækifæri til að vera með. Einnig er krafa um að uppfæra löggjöf um hjálpartæki þannig að fatlaðir geti tekið þátt í tómstundum, íþróttum, foreldrahlutverkinu o.fl.

Í herferðinni var m.a. tekið dæmi um boðskort í barnaafmæli og brúðkaup þar sem tekið var fram að ekki væri aðgengi á veislustað fyrir fatlaða. Sjálfsbjörg hvetur fyrirtæki og stofnanir til að gera úttekt á aðgengismálum og fá ráðgjöf

...