Það sem er hins vegar satt og rétt í málinu er fullkomið áhugaleysi formanns Eflingar á frumvarpi mínu um launaþjófnað.
Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson

Fréttir bárust nýverið af mótmælum við veitingahús á Laugavegi í Reykjavík. Mótmælin snerust um meintan launaþjófnað eiganda staðarins gegn starfsfólki. Mótmælendur héldu m.a. á lofti kröfuspjöldum þar sem á stóð: „Refsum launaþjófum – lagasetningu strax.“ Morgunblaðið birti frétt um málið þar sem haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að hátt í 40 félagsmenn Eflingar hafi leitað til stéttarfélagsins vegna kjarasamningsbrota og launaþjófnaðar þessa sama veitingamanns. Formaðurinn segir vandamálið stórt í lífi vinnandi fólks, sérstaklega þeirra sem vinni á veitingastöðum. Ég tek undir með formanni Eflingar, að enginn á að komast upp með þjófnað hvort sem það er að hlunnfara launamenn eða annan þjófnað. Þjófnaður er refsiverður og að sama skapi eiga að vera viðurlög við því þegar ásetningur liggur að baki því að greiða vinnandi fólk ekki

...