Suðurbugtin Starfsmenn áhaldahúss Faxaflóahafna vinna nú að því að gera veitingastaðinn Sægreifann fínan.
Suðurbugtin Starfsmenn áhaldahúss Faxaflóahafna vinna nú að því að gera veitingastaðinn Sægreifann fínan. — Morgunblaðið/sisi

Nýlega var hafist handa við endurnýjun á verbúðunum í Gömlu höfninni í Reykjavík. Þarna er til húsa veitingahúsið Sægreifinn, sem þekkt er orðið um allan heim. Skipt verður um þakjárn, enda farið að láta verulega á sjá. Einnig á að endurnýja þakgluggana.

Þessi hús ganga í daglegu tali undir nafninu verbúðirnar við Suðurbugt og standa við Geirsgötu. Þau voru reist á fjórða áratug síðustu aldar og eru í eigu Faxaflóahafna.

Upphaflega höfðu útgerðir og sjómenn þar aðsetur en hin síðari ár er að finna á svæðinu mörg vinsæl veitingahús. Verbúðirnar eru flestar málaðar í grænum, áberandi lit. Framkvæmdin er unnin af starfsmönnum áhaldahúss Faxaflóahafna.

Kjartan Halldórsson stofnaði fiskbúðina Sægreifann í verbúðunum árið 2003. Hann var lengi sjómaður en var nú kominn í

...