Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms væri versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar og taldi raunar (og vonaði) að um það sæti yrði aldrei raunveruleg keppni, en nú er ég ekki lengur alveg viss
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms væri versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar og taldi raunar (og vonaði) að um það sæti yrði aldrei raunveruleg keppni, en nú er ég ekki lengur alveg viss.

Það er eiginlega sama hvert litið er nú um stundir – nær allt er að færast til verri vegar undir nýjustu vinstristjórn Íslands, þeirri sem nú starfar undir forsæti Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Förum aðeins yfir þetta:

Orkuskortur er nú orðinn regla hér á landi en ekki undantekning. Landsnet spáir viðvarandi orkuskorti til 2029 sem er lokaár næsta kjörtímabils!

Staða húsnæðismála hefur sennilega aldrei verið snúnari fyrir fyrstu kaupendur, á meðan vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og lóðaskortur hamlar uppbyggingu.

...

Höfundur: Bergþór Ólason