Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um andlát sómamanns er merki um ódrengskap sem fær að þrífast í skjóli lögþvingunar sem skattgreiðendur þurfa að sæta.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Aðgerðasinnar meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins eru sannfærðir um að leyfilegt sé að beita öllum brögðum til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Virðing við látinn mann eða fjölskyldu hans skiptir engu í huga fólks sem telur eðlilegt að misnota stöðu sína í hugmyndafræðilegri baráttu. Að ýta undir sundrungu og ala á tortryggni í garð einstaklinga og fyrirtækja er nauðsynleg til að grafa undan borgaralegum gildum sem íslenskt samfélag byggist á.

Frétt Ríkisútvarpsins um andlát Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, sem birtist á vef ríkismiðilsins síðastliðinn fimmtudagsmorgun og var lesin upp í hádegisfréttum sama dag, átti ekkert skylt við fagleg vinnubrögð, virðingu eða hlutlægni. Hún var rætin og illkvittin. Þegar persónuleg óbeit á stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum nær yfirhöndinni

...