Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Það getur verið misgaman í þinginu, en eitt er það sem þingflokkur Miðflokksins hefur sérstaklega gaman af; Sjónvarpslausir fimmtudagar. Það er hlaðvarpið sem þingflokkurinn heldur úti þar sem við gerum upp vikuna í þinginu og pólitíkinni.

Það er ekki útilokað að af og til höfum við talað aðeins „of skýrt“, stundum látið vaða á súðum, en aldrei verið meiðandi.

Þáttur númer 100 fór í loftið í gær.

Áfanganum var fagnað með viðeigandi hætti, pönnukökum og kaffi, á meðan málin voru krufin til mergjar í hundraðasta sinn.

Í þættinum fengum við til okkar gesti úr þinginu, einn úr hverjum þingflokki, og ræddum þingveturinn fram undan, uppákomur síðustu vikna og mánaða og krydduðum þetta allt með hæfilegum skammti af kæruleysi og léttleika.

...

Höfundur: Bergþór Ólason