Fé­lags­bú­staðir hyggj­ast hækka leigu um­fram verðlag á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun félagsins fyrir 2025. Þar er gert ráð fyrir að leigutekjur aukist um 8,8% á milli ára, sem skiptist á milli 3,2% hækk­un­ar vegna verðlags­breyt­inga og um 5,3% vegna magn­aukn­ing­ar. Magn­aukn­ing­in tek­ur hvort tveggja til stækk­un­ar eigna­safns Fé­lags­bú­staða og fyr­ir­hugaðrar hækk­un­ar á leigu. Ekki kem­ur fram hversu mikið um­fram verðlag gert er ráð fyr­ir að leiga hækki.