Charles Spencer lávarður.
Charles Spencer lávarður.

Spencer lávarður verður einn af heiðursgestum Iceland Noir-­bókmennta­hátíðarinnar sem haldin verður 20.-23. nóvember næstkomandi.

Charles Spencer lávarður er flestum kunnur sem bróðir Díönu prinsessu. Hann hefur þó látið til sín taka á ritvellinum; skrifað sagnfræðibækur og greinar í blöð og tímarit. Fyrr á árinu kom út sjálfsævisaga hans sem byggist á vist hans í heimavistarskóla á barnsaldri. Bókin kallast A Very Private School og hefur vakið mikla athygli. Í henni segir Spencer frá miklu harðræði og kynferðislegu ofbeldi sem hann var þar beittur. Hefur hann greint frá því að það hafi verið mikil raun fyrir sig að rifja upp þennan tíma við skrif bókarinnar.

„Þetta er frábær bók. Alveg sláandi lesning,“ segir Ragnar Jónasson, rithöfundur og einn skipuleggjenda Iceland Noir. Ragnar segir að fengur sé að komu Spencers lávarðar hingað. Hann sé merkur maður sem hafi frá mörgu að segja.

...