Í banni við bardagaíþróttum felst skerðing á atvinnufrelsi fólks sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Við Íslendingar eigum afreksfólk í blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum sem ekki er heimilt að keppa í sínu sporti hérlendis. Landsþekktur er MMA-kappinn Gunnar Nelson, sem hefur náð framúrskarandi árangri á heimsvísu, en honum er ekki heimilt að keppa í heimalandi sínu.

Óumdeilt er að grundvallarmunur er á bardagaíþróttum og öðrum tegundum íþrótta, enda hafa hnefaleikar og blandaðar bardagaíþróttir þann tilgang og markmið að keppendur veiti hver öðrum högg eða spörk og meðal annars í höfuð. En iðkendum er auðvitað fullljóst hverjar hætturnar eru og vert er að nefna að aðrar íþróttir eru auðvitað ekki með öllu hættulausar.

Gömul viðhorf enn í lögum

Fortakslaust bann er við atvinnumennsku í þessum íþróttagreinum.
Með lögum nr. 92/1956

...