Sannsaga Þú ringlaði karlmaður: Tilraun til kerfisuppfærslu ★★★★½ Eftir Rúnar Helga Vignisson. Græna húsið, 2024. Kilja, 243 bls.
Kyn „Þetta er bók fyrir alla þá sem vilja ræða hinn óbærilega léttleika eða blýþunga harm í samskiptum kynjanna.“
Kyn „Þetta er bók fyrir alla þá sem vilja ræða hinn óbærilega léttleika eða blýþunga harm í samskiptum kynjanna.“ — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Bækur

Kristján Jóhann Jónsson

Í þessari markverðu bók gerir Rúnar Helgi Vignisson upp sakirnar við kynjaumræðu síðustu áratuga. Sannsaga hans er ekki einhliða boðskapur um réttar og rangar niðurstöður. Frekar mætti segja að hér sé á ferðinni þaulhugsað umræðuverk. Sögumaður er einlægur karlmaður sem vill gera allt rétt. Það eitt og út af fyrir sig heyrir til mikilla tíðinda þó að karlmenn af því tagi séu örugglega fleiri en margir vilja vera láta. Kannski mætti segja að karlmenn séu hér ekki skilgreindir „utan og ofan frá“ heldur „innan og neðan frá“. Sögumaðurinn er afar vel lesinn í kvennafræðum og stundum nokkuð miskunnarlaus við ýmiss konar goðsagnagerð og „stórasannleik“ um bæði kynin. Markmið hans er tvímælalaust að stofna til sanngjarnrar og yfirvegaðrar umræðu sem byggist á þekkingu og skilningi,

...