Mig langar til að hvetja þjóðkirkjuna til að galopna aftur dyr sínar fyrir jólaheimsóknum barna á skólatíma.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Ýmsir kirkjunnar þjónar stíga reglulega inn í umræðuna um málefni líðandi stundar. Fólk hefur jafnvel þurft að sitja undir pólitískum áróðri í sunnudagsmessum. Fólk sem sækir kirkjur til að iðka trú sína á heilögum stað og á að njóta til þess þjónustu sömu þjóna. Ég er þeirrar skoðunar að prestar og aðrir fyrirsvarsmenn kirkjunnar eigi að forðast að stíga inn í pólitísk deilumál og þrætur og taka afstöðu í þeim. Slíkt er enda til þess fallið að skapa sundrung meðal fylgismanna kirkjunnar og fjarlægð frá þeim sem deila ekki skoðunum eða sýn með viðkomandi. Auk þess bendi ég á að kirkjan hefur í nógu að snúast að bera út boðskap kristninnar og þar er af nógu að taka; heilar 1.500 blaðsíður og þúsundir versa.

Og talandi um boðskap kristninnar og hlutverk kirkjunnar. Nú styttist í aðventuna – biðina eftir jólunum – og

...