Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og Heimildarinnar, sagði rannsókn lögreglu á stuldi á farsíma Páls Steingrímssonar hafa breytt sýn sinni á samfélagið og haft áhrif á að hann hætti sem ritstjóri Heimildarinnar. Hann var einn af þeim sem voru með réttarstöðu sakbornings. Þetta kom fram í færslu hans á Facebook. Þar sagði hann allt það ferli sem fylgdi málinu og rannsókn þess hafa verið einstakt í sögu Íslands og lýðræðislega stórhættulegt. „Með því að ráðast í þessa rannsókn sem átti sér aldrei nokkurn grundvöll, eftir handriti eins þeirra sem við fjölluðum um og með opinberum stuðningi ákveðinna stjórnmálamanna, og viðhalda henni í allan þennan tíma sem raun ber vitni, var aftur reynt að hafa af okkur æruna, heilsuna og lífsviðurværið,“ skrifaði ritstjórinn fyrrverandi.

Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, sem jafnframt gegndi stöðu sakbornings, sagði það mikinn létti

...