Ekki er ljóst hvers vegna notkun sýklalyfja er meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum en fram kom í skýrslu embættis landlæknis í vikunni um sýklyfjanotkun hér á landi á síðasta ári, að notkun slíkra lyfja hér á landi hefur verið sú mesta á Norðurlöndunum undanfarin tíu ár
Sýklalyf Íslendingar nota sýklalyf mest af Norðurlandaþjóðunum.
Sýklalyf Íslendingar nota sýklalyf mest af Norðurlandaþjóðunum. — Ljósmynd/Colourbox

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Ekki er ljóst hvers vegna notkun sýklalyfja er meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum en fram kom í skýrslu embættis landlæknis í vikunni um sýklyfjanotkun hér á landi á síðasta ári, að notkun slíkra lyfja hér á landi hefur verið sú mesta á Norðurlöndunum undanfarin tíu ár.

„Við vitum ekki alveg ástæðuna,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. „Það hefur ekki verið gerð könnun á þessu með beinum hætti.

...