Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur farið í gagngera endurgerð frá grunni með nýjum leikjum og er hægt að nota það á öllum snjalltækjum og tölvum, en áður var það takmarkað við iOS-kerfið
Framburðarforrit Ásmundur Einar með Bryndísi við opnun forritsins.
Framburðarforrit Ásmundur Einar með Bryndísi við opnun forritsins.

Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur farið í gagngera endurgerð frá grunni með nýjum leikjum og er hægt að nota það á öllum snjalltækjum og tölvum, en áður var það takmarkað við iOS-kerfið. Forritið er öllum opið án kostnaðar.

Forritið er hugarfóstur Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings, sem gaf út fyrsta og eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna árið 2013.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, opnaði nýja forritið í Alþingishúsinu í vikunni, enda fagnaðarefni að fá nýtt tól til að styðja við eflingu íslenskunnar.

Bryndís segir að markmiðið sé að hlúa að íslenskunni strax frá unga aldri og stuðla að snemmtækri íhlutun í gagnvirku leikjaformi þar sem grunnþættir íslenskunnar eru þjálfaðir, skref fyrir skref, í átt að læsi. Á sama tíma læra börnin að segja málhljóðin rétt.“

...