Borgarstjóri New York-borgar, demókratinn Eric Adams, hefur verið ákærður fyrir fimm brot af alríkislögreglu Bandaríkjanna. Brotin tengjast mútum, svikum og ólöglegum erlendum framlögum til kosninga sem saksóknarar sögðu að hefðu byrjað þegar hann…
New York Gerð var húsleit hjá Eric Adams í gær áður en ákæran var birt.
New York Gerð var húsleit hjá Eric Adams í gær áður en ákæran var birt. — AFP/Angela Weiss

Borgarstjóri New York-borgar, demókratinn Eric Adams, hefur verið ákærður fyrir fimm brot af alríkislögreglu Bandaríkjanna. Brotin tengjast mútum, svikum og ólöglegum erlendum framlögum til kosninga sem saksóknarar sögðu að hefðu byrjað þegar hann var kjörinn embættismaður í Brooklyn og haldið áfram eftir að hann varð borgarstjóri.

Ákæran var birt í gær eftir að alríkislögreglan gerði húsleit í gærmorgun í borgarstjórabústaðnum. Adams heldur fram sakleysi sínu. Málið þykir þó mjög slæmt fyrir demókrata og hafa nokkrir háttsettir demókratar beðið Adams að segja af sér.