Landsréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið (SKE) af kröfu Samskipa um að úrskurður áfrýjunarnefndar SKE um að vísa frá kæru Samskipa yrði ógiltur. Eimskip gerði sátt við SKE 16. júní 2021 þar sem félagið gekkst við því að hafa átt í samráði við…
Skipafélög Samskip hafa ávallt hafnað því að hafa átt í samráði.
Skipafélög Samskip hafa ávallt hafnað því að hafa átt í samráði. — Ljósmynd/Aðsend

Landsréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið (SKE) af kröfu Samskipa um að úrskurður áfrýjunarnefndar SKE um að vísa frá kæru Samskipa yrði ógiltur.

Eimskip gerði sátt við SKE 16. júní 2021 þar sem félagið gekkst við því að hafa átt í samráði við Samskip, greiddi sektir og skuldbatt sig til þess að hætta öllu viðskiptalegu samstarfi við Samskip.

Samskip kærðu sáttina til áfrýjunarnefndar SKE og kröfðust þess að umrædd skilyrði um að skipafélögin hættu viðskiptalegu sambandi yrðu felld úr gildi. Áfrýjunarnefndin vísaði málinu frá og Samskip stefndu því SKE fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Héraðsdómur sneri þá við niðurstöðu áfrýjunarnefndar.

SKE áfrýjaði þeim

...