Snögglega hefur fjarað undan hasarmyndum eftir allan uppgang Marvel, en helsti keppinauturinn DC náði sér aldrei á strik. DC-heimurinn eiginlega of mikið skrípó, ef það er hægt í myndum og sjónvarpsþáttum, sem byggjast á tvívíðum hasarblöðum
Penguin Colin Farrell nær óþekkjanlegur í gervinu.
Penguin Colin Farrell nær óþekkjanlegur í gervinu. — HBO

Andrés Magnússon

Snögglega hefur fjarað undan hasarmyndum eftir allan uppgang Marvel, en helsti keppinauturinn DC náði sér aldrei á strik. DC-heimurinn eiginlega of mikið skrípó, ef það er hægt í myndum og sjónvarpsþáttum, sem byggjast á tvívíðum hasarblöðum.

Nýverið hóf HBO útsendingar á Penguin, þáttaröð um glæpamanninn Oswald Cobb, sem fær viðurnefnið Mörgæsin sakir líkamsburða og göngulags. Hann er þekktastur sem einn helsti óvinur Leðurblökumannsins (Batman), en ekki er enn ljóst hvort sá kemur til skjalanna.

Ekki er sami hryllingskabarettsbragur á Penguin og flestu öðru frá DC til þessa (Joker heiðarleg undantekning). Hefðbundnari New York/Gotham-mafíubragur er á þáttunum, þótt sumt sé vissulega yfirdrifið og yfirgengilegt. Minnir eilítið á

...