Umdeilt LED-skilti var sett upp í stað prentaðs skiltis sem hafði verið á lóðinni við Digranesveg 81 um árabil. Byggingarleyfi fékkst ekki samþykkt.
Umdeilt LED-skilti var sett upp í stað prentaðs skiltis sem hafði verið á lóðinni við Digranesveg 81 um árabil. Byggingarleyfi fékkst ekki samþykkt. — Morgunblaðið/Karítas Guðjónsdóttir

Stafrænt auglýsingaskilti við Digranesveg 81 í Kópavog skal fjarlægt samkvæmt nýjum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrætt skilti er 18 fermbetrar að stærð og var sett upp í stað prentaðs skiltis sem þar stóð áður. Í úrskurðinum er þar með staðfest ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar en 50 þúsund króna dagsektir sem boðaðar höfðu verið falla niður.

Í úrskurðinum er rakið að sótt var um byggingarleyfi fyrir endurnýjun skiltisins fyrir tveimur árum. Byggingarfulltrúi Kópavogs óskaði í þrígang eftir teikningum og byggingarlýsingu en þar sem umbeðin gögn bárust ekki fékk umsóknin ekki afgreiðslu. Í febrúar á þessu ári krafðist byggingarfulltrúi þess að skiltið yrði tekið niður og slökkt á því án tafar. Ef ekki yrði brugðist við kæmi til skoðunar að leggja á dagsektir. Eigandinn staðhæfir að hann hafi ekki fengið umrædd bréf því þau hafi verið send á rangt netfang.

...